Segir St. Jósefsspítala lokað hægt og hljóðlega Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 20. september 2009 14:45 St. Jósefsspítali. Læknir við St. Jósefsspítala sakar Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um að vera að loka spítalanum hægt og hljótt með því að skrúfa fyrir fé til læknisverka og segja upp fjórtán læknum. Hann spyr hvar eigi að sinna þeim þúsundum sjúklinga sem spítalinn hafi sinnt. Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir hvernig verið sé að skerða starfsemi spítalans. Hann segir fjármagn til læknisverka á spítalanum á þrotum og framtíð hans í algjörri upplausn. Til stóð að gera spítalann að öldrunarstofnun í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en það vakti mikla andstöðu meðal starfsfólks. Þeim áformum var slegið á frest þegar Ögmundur Jónasson tók við niðurskurðarhnífnum af Guðlaugi en Sigurjón segir Ögmund einfaldlega nota aðra leið til að hætta starfsemi spítalans, þ.e. með því að loka á fjármögnun læknisverka. Þannig hafi fjórtán skurðlæknum spítalans verið sagt upp rétt fyrir sumarfrí, starfsemi meltingarsjúkdómadeildar verði skert um tæp 35% á árinu sem þýði að tveir af fjórum meltingarlæknum gangi út í leit að nýrri vinnu á næstu dögum. Það þýði jafnframt að um þriðjungur af 3000 árlegum speglunum séu í uppnámi. Þar með verði ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla. Sigurjón spyr hvað eigi þá að gera við þá þrjá einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein að meðaltali í viku hverri og dregur í efa að Landspítalinn hafi tök á að sinna þeim og þúsundum annarra sem koma í eftirlit á St. Jósefsspítala. Nú þegar ráðningastopp sé á Landspítalanum og niðurskurðarhnífurinn eigi áreiðanlega eftir sverfa þar til stáls. Þá segir Sigurjón að síðast þegar leggja hafi átt niður starfsemi St. Jósefsspítala hafi ráðherra lofað óskertri þjónustu - nú virðist hins vegar ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Læknir við St. Jósefsspítala sakar Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra um að vera að loka spítalanum hægt og hljótt með því að skrúfa fyrir fé til læknisverka og segja upp fjórtán læknum. Hann spyr hvar eigi að sinna þeim þúsundum sjúklinga sem spítalinn hafi sinnt. Sigurjón Vilbergsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fer yfir hvernig verið sé að skerða starfsemi spítalans. Hann segir fjármagn til læknisverka á spítalanum á þrotum og framtíð hans í algjörri upplausn. Til stóð að gera spítalann að öldrunarstofnun í tíð fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, en það vakti mikla andstöðu meðal starfsfólks. Þeim áformum var slegið á frest þegar Ögmundur Jónasson tók við niðurskurðarhnífnum af Guðlaugi en Sigurjón segir Ögmund einfaldlega nota aðra leið til að hætta starfsemi spítalans, þ.e. með því að loka á fjármögnun læknisverka. Þannig hafi fjórtán skurðlæknum spítalans verið sagt upp rétt fyrir sumarfrí, starfsemi meltingarsjúkdómadeildar verði skert um tæp 35% á árinu sem þýði að tveir af fjórum meltingarlæknum gangi út í leit að nýrri vinnu á næstu dögum. Það þýði jafnframt að um þriðjungur af 3000 árlegum speglunum séu í uppnámi. Þar með verði ónýtt fjárfesting í tækjum og mannafla. Sigurjón spyr hvað eigi þá að gera við þá þrjá einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein að meðaltali í viku hverri og dregur í efa að Landspítalinn hafi tök á að sinna þeim og þúsundum annarra sem koma í eftirlit á St. Jósefsspítala. Nú þegar ráðningastopp sé á Landspítalanum og niðurskurðarhnífurinn eigi áreiðanlega eftir sverfa þar til stáls. Þá segir Sigurjón að síðast þegar leggja hafi átt niður starfsemi St. Jósefsspítala hafi ráðherra lofað óskertri þjónustu - nú virðist hins vegar ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira