Innlent

Milljónamæringur eftir bensínstöðvarferð

Lottó.
Lottó.

Einn einstaklingur vann 35,5 milljónir í Lottó í gærkvöldi en happamiðann verslaði hann í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Miðinn var tíu raða sjálfvalsmiði með Jóker.

Bónusvinninginn hlaut heppinn Lottóspilari sem verslaði miðann sinn í N1 við Gagnveg í Reykjavík. Svo var annar Lottóspilari með allar tölur réttar í Jókerleiknum. Hlaut hann tvær milljónir í vinning. Hann keypti miðann sinn á vefsíðunni lotto.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×