Enski boltinn

Bendtner tryggði Arsenal sigur á Bolton

Van Persie lagði upp sigurmark Bendtner í dag
Van Persie lagði upp sigurmark Bendtner í dag NordicPhotos/GettyImages

Arsenal krækti í mikilvæg þrjú stig í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á Bolton á Emirates vellinum í Lundúnum.

Það var danski framherjinn Nicklas Bendtner sem var hetja Arsenal þegar hann kom inn sem varamaðuri og skoraði sigurmarkið á 84. mínútu leiksins.

Arsenal hefur oftar en ekki átt í vandræðum með að fóta sig gegn Bolton og sú varð raunin í dag. Heimamenn voru miklu meira með boltann og áttu nokkur dauðafæri - Robin van Persie átti m.a. skot í stöng þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Hinn tvítugi Matt Carroll var hetja Newcastle í dag þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 2-2 jafntefli gegn West Ham á St. James´Park. Carroll skoraði jöfnunarmarkið á 78. mínútu í sínum fyrsta heimaleik fyrir Newcastle í deildinni.

Newcastle tók forystu í leiknum með marki frá Michael Owen á 19. mínútu en þeir Craig Ballamy (29.) og Carlton Cole (55.) komu gestunum yfir með mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Everton styrkti stöðu sína á topp sex í deildinni með 2-0 sigri á nýliðum Hull City sem skyndilega eru nú aðeins sjö stigum frá fallsvæðinu eftir ævintýralegt gengi framan af vetri.

Marouane Fallaini og Mikel Arteta tryggðu Everton sanngjarnan sigur - Arteta með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu að hætti hússins.

Everton hefur haldið hreinu í sex leikjum í röð í öllum keppnum og hafa fengið 13 af 15 stigum mögulegum í síðustu fimm leikjum.

Hull hefur tapað fjórum leikjum í röð og hafur ekki fengið stig í deildinni síðan það náði jafntefli við Liverpool þann 13. desember.

Middlesbrough og Sunderland skildu jöfn 1-1 þar sem Kenwyne Jones skoraði sitt sjöunda mark á leiktíðinni og bjargaði stig fyrir Sunderland seint í leiknum.

Boro hefur ekki unnið sigur í síðustu sjö leikjum, en um tíma leit út fyrir að fyrsta mark Alfonso Alves síðan í október ætlaði að tryggja liðinu dýrmætan sigur.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×