Enski boltinn

Portsmouth er að landa Pennant

NordicPhotos/GettyImages

Stjórnarformaður Portsmouth segir að félagið sé alveg við það að ganga frá kaupum á kantmanninum Jermaine Pennant frá Liverpool.

Samningur Pennant rennur út í lok tímabilsins og sagt er að félögin hafi þegar komist að samkomulagi um kaupverðið.

Pennant ku vera til í að fara til Portsmouth, enda hefur hann verið úti í kuldanum undanfarið hjá Liverpool. Hér verður þó aðeins um lánssamning að ræða, eða jafnvel kaup og skammtímasamning.

Fréttir hafa borist af því að Portsmouth hafi verið á höttunum eftir þeim Gary O´Neill, Edu og Patrick Vieira, en ólíklegt verður að teljast að af því verði í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×