Enski boltinn

West Ham hrifið af Balotelli

AFP

Breska blaðið Daily Mirror segir að Gianfranco Zola hafi mikinn hug á að fá landa sinn Marco Balotelli til West Ham í stað Craig Bellamy sem seldur hefur verið til Manchester City.

Zola þekkir hinn 18 ára gamla framherja Inter vel síðan hann stýrði U-21 árs liði Ítala og talið er að Balotelli gæti verið til í að fara frá Inter þar sem hann hefur fá tækifæri fengið hjá Jose Mourinho.

Balotelli þykir mikið efni á Ítalíu en hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum í vetur. Þó gæti það reynst West Ham erfitt að ná í hann því Mourinho lítur á hann sem varamann fyrir Svíann Zlatan Ibrahimovic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×