Enski boltinn

Robinho stakk af

Sagt er að Robinho og Hughes hafi lent saman
Sagt er að Robinho og Hughes hafi lent saman AFP

Brasilíumenn hafa gert forráðamönnum Manchester City lífið leitt síðasta sólarhringinn.

Í gærkvöld neitaði Kaka að ganga að 100 milljón punda kauptilboði félagsins og nú berast þær fréttir að landi hans Robinho hafi stungið af úr æfingabúðum liðsins á Tenerife.

City er í æfingabúðum á Tenerife þar sem liðið er úr leik í enska bikarnum sem spilaður verður um næstu helgi.

Sky heldur því fram að þeim Robinho og Mark Hughes knattspyrnustjóra hafi lent saman með fyrrgreindum afleiðingum.

Talsmaður City hefur staðfest að hinn lágvaxni sóknarmaður sé ekki í herbúðum liðsins en vildi ekki segja hvers vegna.

Heimildir Sky herma að leikmaðurinn sé á leið til heimalandsins þar sem hann muni halda upp á 25 ára afmæli sitt þann 25. þessa mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×