Enski boltinn

Indverskar auglýsingar á treyjum United?

AFP

Auglýsingasamningur Manchester United við ameríska bankann AIG rennur út á næsta ári og þegar er farið að leita að næsta styrktaraðila sem prýða mun búninga liðsins.

United fær 14 milljónir punda árlega frá AIG en mjög ólíklegt verður að teljast að sá samningur verði endurnýjaður þar sem bankanum var nýverið bjargað fyrir horn með hjálp seðlabankans til þess eins og geta haldið áfram starfsemi.

Sagt er að Manchester United hafi sett sig í samband við indverska risafyrirtækið Sahara og boðið því að gerast næsti styrktaraðili félagsins, en auk þess hafa fyrirtæki í Malasíu og Sádí Arabíu verið nefnd til sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×