Enski boltinn

Robinho útskýrir brottför sína

NordicPhotos/GettyImages

Brasilímaðurinn Robinho hjá Manchester City segir að það sé misskilningur að hann hafi stungið af úr herbúðum liðsins þar sem það var við æfingar á Kanaríeyjum.

Hann hafi farið til Brasilíu af fjölskylduástæðum en misskilningur hafi komið upp vegna brottfarar hans.

Robinho sagði í samtali við breska sjónvarpið að hann kæmi fljótlega aftur til Englands og yrði klár í slaginn með liði sínu í næsta leik.

Hann undirstrikaði að för hans til heimalandsins hefði ekkert með það að gera að landi hans Kaka hefði ákveðið að fara ekki til Manchester City eins og til stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×