Enski boltinn

Ronaldo ætlar að kaupa rútu handa fjölskyldunni

Cristiano Ronaldo hefur hug á að kaupa tveggja hæða rútu svo hann geti rúntað um sveitir Englands með frændur sína og frænkur þegar þau koma að heimsækja hann.

"Þau myndu hafa gaman af að ferðast í svona rútu, svo ég ætla að kaupa eina slíka handa þeim," sagði Ronaldo.

Rauðar tveggja hæða rútur eru eitt af táknum Lundúna og segist Ronaldo muna einna helst eftir þeim þegar hann kom til Englands.

Samkvæmt Daily Star myndi það kosta Ronaldo um það bil 10,000 pund að kaupa eina svona rútu og á miðað við laun kappans ætti það ekki að taka hann nema um það bil tvo klukkutíma að vinna sér inn fyrir einni slíkri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×