Umfjöllun: Halldór Orri bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júní 2009 00:01 Halldór Orri Björnsson skoraði dýrmætt mark fyrir Stjörnuna í kvöld. Mynd/Valli Halldór Orri Björnsson var hetja Stjörnumanna í kvöld er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 1-1. Stigið svo sannarlega verðskuldað enda hafði Stjarnan algjörlega yfirspilað heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var annars frábær skemmtun og bæði lið fá hrós fyrir að reyna að spila skemmtilegan fótbolta sem gekk ágætlega lengstum. Jafnræði var með liðunum framan af en færi Keflvíkinga voru ívið betri. Úr einu slíku kom Hörður Sveinsson Keflavík yfir. Hann fékk þá sendingu frá nýliðanum Magnúsi Þóri Matthíassyni og afgreiddi boltann laglega í netið. Við markið fór allur vindur úr Stjörnumönnum og Keflvíkingar hreinlega óðu í færum. Þeir voru í raun ævintýralegir klaufar að leiða ekki með fleiri mörkum í leikhléi. Í seinni hálfleik snérist taflið við. Keflvíkingar bökkuðu allt of mikið og sprækir Stjörnumenn þjörmuðu að þeim. Þar fór fremstur í flokki Steinþór Freyr Þorsteinsson sem átti magnaðan leik og gerði leikmönnum Keflavíkur lífið leitt hvað eftir annað. Hann vantaði þó sárlega stuðning frá félögum sínum lengstum en það kom þegar hann fór að draga sig lengra til baka og félagar hans komu ofar á völlinn. Smám saman jókst pressan að marki Keflavíkur og ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur Lasse Jörgensen þá hefði Stjarnan jafnað fyrr. Jöfnunarmarkið var sérstakt. Fjöldi leikmanna beið í teignum eftir enn einu rosainnkasti Steinþórs. Hann ákvað þá aldrei þessu vant að leggja hann stutt út á Hafstein Rúnar Helgason sem gaf laglega fyrirgjöf á Halldór Orra sem kom boltanum yfir línuna þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 1-1 sem var sanngjörn niðurstaða í þessum kaflaskipta og afar skemmtilega leik. Keflavík-Stjarnan 1-1 1-0 Hörður Sveinsson (25.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (90+2.) Keflavíkurvöllur: Áhorfendur: 1.980Dómari: Kristinn Jakobsson 8 Skot (á mark): 10-19 (6-7)Varin skot: Lasse 6 – Bjarni Þórður 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 3-7Rangstöður: 2-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Brynjar Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 5 (69, Nicolai Jörgensen 4) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Simun Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 6 (63., Bojan Ljubicic 4) Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 7 Guðni Rúnar Helgason 5 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 4 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 4 (84., Ellert Hreinsson -) Þorvaldur Árnason 5 (84., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 (67., Arnar Már Björgvinsson 5) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - ML Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Keflavík - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52 Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46 Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Halldór Orri Björnsson var hetja Stjörnumanna í kvöld er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 1-1. Stigið svo sannarlega verðskuldað enda hafði Stjarnan algjörlega yfirspilað heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var annars frábær skemmtun og bæði lið fá hrós fyrir að reyna að spila skemmtilegan fótbolta sem gekk ágætlega lengstum. Jafnræði var með liðunum framan af en færi Keflvíkinga voru ívið betri. Úr einu slíku kom Hörður Sveinsson Keflavík yfir. Hann fékk þá sendingu frá nýliðanum Magnúsi Þóri Matthíassyni og afgreiddi boltann laglega í netið. Við markið fór allur vindur úr Stjörnumönnum og Keflvíkingar hreinlega óðu í færum. Þeir voru í raun ævintýralegir klaufar að leiða ekki með fleiri mörkum í leikhléi. Í seinni hálfleik snérist taflið við. Keflvíkingar bökkuðu allt of mikið og sprækir Stjörnumenn þjörmuðu að þeim. Þar fór fremstur í flokki Steinþór Freyr Þorsteinsson sem átti magnaðan leik og gerði leikmönnum Keflavíkur lífið leitt hvað eftir annað. Hann vantaði þó sárlega stuðning frá félögum sínum lengstum en það kom þegar hann fór að draga sig lengra til baka og félagar hans komu ofar á völlinn. Smám saman jókst pressan að marki Keflavíkur og ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur Lasse Jörgensen þá hefði Stjarnan jafnað fyrr. Jöfnunarmarkið var sérstakt. Fjöldi leikmanna beið í teignum eftir enn einu rosainnkasti Steinþórs. Hann ákvað þá aldrei þessu vant að leggja hann stutt út á Hafstein Rúnar Helgason sem gaf laglega fyrirgjöf á Halldór Orra sem kom boltanum yfir línuna þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 1-1 sem var sanngjörn niðurstaða í þessum kaflaskipta og afar skemmtilega leik. Keflavík-Stjarnan 1-1 1-0 Hörður Sveinsson (25.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (90+2.) Keflavíkurvöllur: Áhorfendur: 1.980Dómari: Kristinn Jakobsson 8 Skot (á mark): 10-19 (6-7)Varin skot: Lasse 6 – Bjarni Þórður 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 3-7Rangstöður: 2-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Brynjar Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 5 (69, Nicolai Jörgensen 4) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Simun Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 6 (63., Bojan Ljubicic 4) Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 7 Guðni Rúnar Helgason 5 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 4 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 4 (84., Ellert Hreinsson -) Þorvaldur Árnason 5 (84., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 (67., Arnar Már Björgvinsson 5) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - ML Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Keflavík - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52 Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46 Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52
Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46
Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38