Umfjöllun: Halldór Orri bjargaði stigi fyrir Stjörnuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júní 2009 00:01 Halldór Orri Björnsson skoraði dýrmætt mark fyrir Stjörnuna í kvöld. Mynd/Valli Halldór Orri Björnsson var hetja Stjörnumanna í kvöld er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 1-1. Stigið svo sannarlega verðskuldað enda hafði Stjarnan algjörlega yfirspilað heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var annars frábær skemmtun og bæði lið fá hrós fyrir að reyna að spila skemmtilegan fótbolta sem gekk ágætlega lengstum. Jafnræði var með liðunum framan af en færi Keflvíkinga voru ívið betri. Úr einu slíku kom Hörður Sveinsson Keflavík yfir. Hann fékk þá sendingu frá nýliðanum Magnúsi Þóri Matthíassyni og afgreiddi boltann laglega í netið. Við markið fór allur vindur úr Stjörnumönnum og Keflvíkingar hreinlega óðu í færum. Þeir voru í raun ævintýralegir klaufar að leiða ekki með fleiri mörkum í leikhléi. Í seinni hálfleik snérist taflið við. Keflvíkingar bökkuðu allt of mikið og sprækir Stjörnumenn þjörmuðu að þeim. Þar fór fremstur í flokki Steinþór Freyr Þorsteinsson sem átti magnaðan leik og gerði leikmönnum Keflavíkur lífið leitt hvað eftir annað. Hann vantaði þó sárlega stuðning frá félögum sínum lengstum en það kom þegar hann fór að draga sig lengra til baka og félagar hans komu ofar á völlinn. Smám saman jókst pressan að marki Keflavíkur og ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur Lasse Jörgensen þá hefði Stjarnan jafnað fyrr. Jöfnunarmarkið var sérstakt. Fjöldi leikmanna beið í teignum eftir enn einu rosainnkasti Steinþórs. Hann ákvað þá aldrei þessu vant að leggja hann stutt út á Hafstein Rúnar Helgason sem gaf laglega fyrirgjöf á Halldór Orra sem kom boltanum yfir línuna þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 1-1 sem var sanngjörn niðurstaða í þessum kaflaskipta og afar skemmtilega leik. Keflavík-Stjarnan 1-1 1-0 Hörður Sveinsson (25.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (90+2.) Keflavíkurvöllur: Áhorfendur: 1.980Dómari: Kristinn Jakobsson 8 Skot (á mark): 10-19 (6-7)Varin skot: Lasse 6 – Bjarni Þórður 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 3-7Rangstöður: 2-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Brynjar Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 5 (69, Nicolai Jörgensen 4) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Simun Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 6 (63., Bojan Ljubicic 4) Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 7 Guðni Rúnar Helgason 5 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 4 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 4 (84., Ellert Hreinsson -) Þorvaldur Árnason 5 (84., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 (67., Arnar Már Björgvinsson 5) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - ML Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Keflavík - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52 Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46 Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Halldór Orri Björnsson var hetja Stjörnumanna í kvöld er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Keflavík í uppbótartíma. Lokatölur 1-1. Stigið svo sannarlega verðskuldað enda hafði Stjarnan algjörlega yfirspilað heimamenn í síðari hálfleik. Leikurinn var annars frábær skemmtun og bæði lið fá hrós fyrir að reyna að spila skemmtilegan fótbolta sem gekk ágætlega lengstum. Jafnræði var með liðunum framan af en færi Keflvíkinga voru ívið betri. Úr einu slíku kom Hörður Sveinsson Keflavík yfir. Hann fékk þá sendingu frá nýliðanum Magnúsi Þóri Matthíassyni og afgreiddi boltann laglega í netið. Við markið fór allur vindur úr Stjörnumönnum og Keflvíkingar hreinlega óðu í færum. Þeir voru í raun ævintýralegir klaufar að leiða ekki með fleiri mörkum í leikhléi. Í seinni hálfleik snérist taflið við. Keflvíkingar bökkuðu allt of mikið og sprækir Stjörnumenn þjörmuðu að þeim. Þar fór fremstur í flokki Steinþór Freyr Þorsteinsson sem átti magnaðan leik og gerði leikmönnum Keflavíkur lífið leitt hvað eftir annað. Hann vantaði þó sárlega stuðning frá félögum sínum lengstum en það kom þegar hann fór að draga sig lengra til baka og félagar hans komu ofar á völlinn. Smám saman jókst pressan að marki Keflavíkur og ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur Lasse Jörgensen þá hefði Stjarnan jafnað fyrr. Jöfnunarmarkið var sérstakt. Fjöldi leikmanna beið í teignum eftir enn einu rosainnkasti Steinþórs. Hann ákvað þá aldrei þessu vant að leggja hann stutt út á Hafstein Rúnar Helgason sem gaf laglega fyrirgjöf á Halldór Orra sem kom boltanum yfir línuna þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 1-1 sem var sanngjörn niðurstaða í þessum kaflaskipta og afar skemmtilega leik. Keflavík-Stjarnan 1-1 1-0 Hörður Sveinsson (25.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (90+2.) Keflavíkurvöllur: Áhorfendur: 1.980Dómari: Kristinn Jakobsson 8 Skot (á mark): 10-19 (6-7)Varin skot: Lasse 6 – Bjarni Þórður 4Horn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 3-7Rangstöður: 2-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 8 Guðjón Árni Antoníusson 4 Alen Sutej 5 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 5 Brynjar Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinson 5 (69, Nicolai Jörgensen 4) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Simun Samuelsen 6 Haukur Ingi Guðnason 6 (86., Einar Orri Einarsson -) Hörður Sveinsson 6 Magnús Þórir Matthíasson 6 (63., Bojan Ljubicic 4) Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 7 Guðni Rúnar Helgason 5 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 4 Hafsteinn Rúnar Helgason 4 Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgisson 4 (84., Ellert Hreinsson -) Þorvaldur Árnason 5 (84., Magnús Björgvinsson -) Jóhann Laxdal 3 (67., Arnar Már Björgvinsson 5) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 - ML Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Keflavík - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52 Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46 Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Haukur Ingi: Þetta er hundfúlt „Það er góð spurning hvað nákvæmlega gerðist hjá okkur í seinni hálfleik. Við vorum einu marki yfir og lentum í því síðast að vera yfir í hálfleik gegn Blikum en fengum svo fjögur mörk í andlitið. Kannski sat það í okkur og gerði það að verkum að við duttum of aftarlega og ætluðum að verja forskotið," sagði Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar. 1. júní 2009 21:52
Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim „Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:46
Kristján: Ömurlegt að fylgjast með þessu „Ef ég horfi á hvernig allur leikurinn spilaðist þá er eitt stig allt í lagi. Ég er samt fúll að við höfum ekki verið einbeittir undir lokin og halað inn öll stigin," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir jafnteflisleik hans manna og Stjörnunnar í kvöld. 1. júní 2009 21:38