Erlent

Hamid Karzai áfram við völd

hamid karzai Forseti Afganistans fær að sitja í embætti þangað til næsti forseti verður kjörinn.
hamid karzai Forseti Afganistans fær að sitja í embætti þangað til næsti forseti verður kjörinn.

Hæstiréttur í Afganistan hefur úrskurðað að Hamid Karzai, forseti landsins, megi halda áfram í embætti sínu þangað til nýr forseti verði kosinn síðar á þessu ári.

Samkvæmt stjórnarskrá landsins ætti embættistíð hans að ljúka 21. maí næstkomandi. Engu að síður taldi hæstirétturinn að það væri almenningi í Afganistan í hag ef hann yrði í embætti þangað til næsti forseti tæki við. Kosningar í landinu eru fyrirhugaðar í næsta mánuði en svo gæti þó farið að þeim verði frestað þar til í ágúst. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×