Fótbolti

Meiðsli Ribery áfall fyrir Frakka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery.
Franck Ribery. Nordic Photos / AFP

Franck Ribery hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópa Frakka fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2010 sem eru framundan.

Ribery á við hnémeiðsli að stríða og komust læknar landsliðsins að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki spilað með franska landsliðinu að þessu sinni.

Frakkar mæta Færeyjum og Austurríki um helgina og í næstu viku og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í báðum leikjum til að eiga möguleika á að komast á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Yoann Gourcuff verður einnig frá vegna meiðsla en Bafetibmi Gomis, leikmaður Lyon, var valinn í landsliðið í stað Ribery.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×