Enski boltinn

Eduardo er klár

Eduardo fótbrotnaði hræðilega eftir tæklingu Martin Taylor í fyrra
Eduardo fótbrotnaði hræðilega eftir tæklingu Martin Taylor í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir að króatíski framherjinn Eduardo sé búinn að ná sér að fullu eftir fótbrotið hrikalega sem hann varð fyrir á síðasta ári.

Eduardo skilaði 45 mínútum með varaliði Arsenal í síðasta mánuði og hefur æft grimmt síðan. Wenger er ekki að flýta sér að þröngva honum inn í liðið á ný eftir meiðslin ljótu, en segir samt að hann sé klár.

"Auðvitað vantar hann leiki áður en hann kemur til baka og það er ekki hægt að setja hann beint inn í leik í úrvalsdeildinni strax. hann er hinsvegar að æfa vel og ég hef verið ánægður með hann. Mér finnst fólk skorta dálitla þolinmæði," sagði Wenger í samtali við Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×