Enski boltinn

Gunnar Heiðar til Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í búningi Reading.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson í búningi Reading.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið lánaður frá Esbjerg í Danmörku til Reading á Englandi eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrrnefnda félagsins.

Fram kemur á heimasíðunni að þetta sé góð lausn fyrir alla aðila. „Gunnar Heiðar er á háum launum og var ekki fenginn hingað til að spila með varaliðinu. Hann hefur þó verið langt frá því að komast í aðalliðið," sagðir Niels Erik Söndergård, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Samningurinn gildir frá 1. janúar til loka tímabilsins. Eftir að því lýkur stendur Reading sá möguleiki til boða að kaupa Gunnar Heiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×