Enski boltinn

Beattie til Stoke

Elvar Geir Magnússon skrifar
Beattie á æfingu hjá Everton en þar lék hann áður en hann fór til Sheffield.
Beattie á æfingu hjá Everton en þar lék hann áður en hann fór til Sheffield.

Stoke hefur keypt sóknarmanninn James Beattie frá 1. deildarliðinu Sheffield United. Þessi þrítugi leikmaður hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning.

Beattie hefur skorað grimmt síðan hann gekk í raðir Sheffield United en segist fagna því að vera kominn afur í úrvalsdeildina. Hann er annar leikmaðurinn sem Stoke fær í janúar en áður hafði félagið tryggt sér þjónustu Matthew Etherington.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×