Innlent

Fosshótel hætta að rukka sjúklinga fyrir gistingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fosshótel í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Fosshótel í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Fosshótel hafa tekið þá ákvörðun að láta af beinni innheimtu gjalda af sjúklingum og aðstandendum þeirra fyrir gistingu á sjúkrahóteli vegna álits Umboðsmanns Alþingis sem birt var í gær.

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að rukka fyrir þjónustu á sjúkrahótelinu við Rauðarárstíg sem rekinn er samkvæmt þjónustusamningi Landspítalans og Fosshótela ehf. Umboðsmaður Alþingis skrifaði álitið eftir að maður sem gisti í fjórar nætur á hótelinu og greiddi 10 þúsund krónur fyrir kvartaði til Umboðsmanns.

Í yfirlýsingu frá Fosshótelum ehf. segir að málið verði tekið upp við Landspítala.




Tengdar fréttir

Óheimilt að rukka um gistingu á sjúkrahóteli

Landspítalanum er óheimilt að rukka fyrir þjónustu á sjúkrahóteli við Rauðarárstíg sem rekinn er samkvæmt þjónustusamningi Landspítalans og Fosshótela ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×