Fótbolti

Tíu leikmenn tilnefndir til gullboltans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi, Barcelona.
Lionel Messi, Barcelona. Nordic Photos / AFP

France Football hefur greint frá nöfnum þeirra tíu leikmanna sem hlutu flest atkvæði í kjöri blaðsins á knattspyrnumanni ársins í Evrópu.

Það eru blaðamenn víða að í Evrópu sem hafa þátttökurétt í kjörinu en flestir eiga von á því að Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hljóti Gullknöttinn svokallaða í ár.

Þeir tilnefndu eru:

Didier Drogba, Chelsea

Samuel Eto'o, Barcelona og Inter

Steven Gerrard, Liverpool

Zlatan Ibrahimovic, Barcelona og Inter

Andres Iniesta, Barcelona

Kaka, AC Milan og Real Madrid

Lionel Messi, Barcelona

Cristiano Ronaldo, Manchester United og Real Madrid

Wayne Rooney, Manchester United

Xavi, Barcelona






Fleiri fréttir

Sjá meira


×