Enski boltinn

Billy Davies tekur við Forest

Elvar Geir Magnússon skrifar
Billy Davies er nýr knattspyrnustjóri Nottingham Forest sem er í fallbaráttu ensku 1. deildarinnar.
Billy Davies er nýr knattspyrnustjóri Nottingham Forest sem er í fallbaráttu ensku 1. deildarinnar.

Nottingham Forest hefur tilkynnt að Billy Davies sé nýr knattspyrnustjóri félagsins. Davies yfirgaf Derby í nóvember 2007 en hefur nú skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við Forest.

Davies tekur við starfinu af Colin Calderwood sem var rekinn um jólin. Nottingham Forest er í 21. sæti ensku 1. deildarinnar, með betri markatölu en Doncaster sem er í fallsæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×