Enski boltinn

Bellamy hittir sérfræðing í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy, leikmaður Manchester City.
Craig Bellamy, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Craig Bellamy mun í dag hitta sérfræðing í hnémeiðslum eftir að hann meiddist í leik Manchester City og West Ham um helgina.

West Ham vann leikinn, 1-0, og Bellamy var tekinn af velli á 66. mínútu vegna meiðslanna. Talið er hæpið að hann verði klár í slaginn fyrir leik City gegn Aston Villa á miðvikudaginn.

„Craig varð að koma af velli þar sem hann sneri upp á hnéð. Vonandi verður hann þó í lagi," sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri City.

Þetta er einnig mikið áhyggjuefni fyrir landslið Wales sem á mikilvæga leiki gegn Finnlandi og Þýskalandi í undankeppni HM 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×