Enski boltinn

Mowbray segir dómara of vinsamlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Mowbray, knattspyrnustjóri West Brom.
Tony Mowbray, knattspyrnustjóri West Brom. Nordic Photos / Getty Images

Tony Mowbray, knattspyrnustjóri West Brom, segir að dómarar eigi það til að vera of vingjarnlegir í garð leikmanna og knattspyrnustjóra stóru félaganna.

„Það getur farið í taugarnar á manni að dómarar skuli nota skírnarnöfn leikmanna og reyna að róa þá niður með því að þykjast vera félagar þeirra," sagði hann en West Brom tapaði fyrir Manchester United í vikunni.

„Ég er ekki að draga heilindi dómara í efa en mér finnst að dómarar eigi að gæta jafnræðis í þessu eins og öðru inn á vellinum."

Rob Styles dæmdi leik West Brom og United og gaf einum leikmanni West Brom rauða spjaldið og fimm gula spjaldið. Tveir United-menn fengu gult í leiknum.

„Þegar mínir menn fengu gult hafði hann ekki hugmynd um hvað þeir heita. Hr. Styles dæmdi leikinn okkar gegn Chelsea og þá var það Frank þetta og Frank hitt," sagði Mowbray og átti þá við Frank Lampard, leikmann Chelsea.

„Það er engu líkara en að dómarar vilji vera vinir stjarnanna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×