Enski boltinn

Scolari segir ekkert vandamál með Drogba

Elvar Geir Magnússon skrifar
Didier Drogba fagnar marki.
Didier Drogba fagnar marki.

Luiz Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að engin óvissa sé um framtíð sóknarmannsins Dider Drogba.

Scolari gefur í skyn að Drogba verði með Chelsea í bikarleik gegn Ipswich um næstu helgi.

Drogba hefur verið utan leikmannahóps Chelsea í tveimur síðustu leikjum. „Didier gæti verið með gegn Ipswich. Það er ekkert vandamál milli okkar og ekkert vandamál milli hans og félagsins," sagði Scolari.

„Hann er að æfa vel og er að ná fyrra formi á ný. Í síðustu leikjum hef ég valið aðra leikmenn fram yfir hann. Ég þarf að fara eftir því sem ég tel vera best fyrir liðið. Þetta var mín ákvörðun, ég er stjórinn," sagði Scolari.

Drogba hefur ítrekað verið orðaður við ítalska liðið Inter eftir að Jose Mourinho tók við stjórnartaumunum þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×