Enski boltinn

Crewe tapaði á heimavelli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð þá biðu Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans ósigur í kvöld.
Eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð þá biðu Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans ósigur í kvöld.

Crewe tapaði 1-2 á heimavelli sínum fyrir Carlisle í ensku C-deildinni í kvöld. Carlisle náði forystunni tvívegis í leiknum en sigurmarkið kom á 73. mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Crewe en stjóri liðsins er Guðjón Þórðarson eins og allir vita.

Staðan í botnbaráttunni:

18. Northampton - 37 stig

19. Swindon - 34 stig

20. Crewe - 34 stig

21. Leyton Orient - 33 stig

22. Brighton - 32 stig

23. Hereford - 31 stig

24. Cheltenham - 22 stig

*Fjögur neðstu liðin falla






Fleiri fréttir

Sjá meira


×