Enski boltinn

Boateng lánaður til Dortmund

NordicPhotos/GettyImages

Tottenham hefur lánað miðjumanninn Kevin-Prince Boateng til þýska úrvalsdeildarfélagsins Dortmund út leiktíðina.

Hinn 21 árs gamli Boateng hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði Tottenham síðan hann var keyptur frá Hertha Berlín árið 2007.

Dortmund á möguleika á að kaupa leikmanninn að lánstímanum liðnum ef hann nær að festa sig í sessi hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×