Tíu bestu Bosman-bitarnir Elvar Geir Magnússon skrifar 5. janúar 2009 21:00 Janúarglugginn er galopinn. Blaðamenn The Sun tóku saman lista yfir tíu þekkta leikmenn sem verða samningslausir næsta sumar og sumir þeirra gætu því verið á förum nú í janúar. Mark Viduka, Henrik Larsson, Jermaine Pennant, Leroy Lita og Maniche bönkuðu allir á listann en fengu ekki pláss. 10. Lucas NeillÁstralski varnarmaðurinn er líklegur til að yfirgefa West Ham bráðlega. Hann er 31. árs og þrátt fyrir að vera gagnrýndur fyrir launakröfur sínar þá er ekki hægt að neita því að hann hefur gert margt gott fyrir Hamrana. 9. Steve HarperVaramarkvörður Newcastle hefur ekki skrifað undir nýjan samning. Shay Given er að hugsa sín mál og bíður Harper örugglega eftir því að það skýrist hvað Given gerir. Allavega mun Harper líklega spila sem aðalmarkvörður í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 8. Sean DavisFramtíð hans hjá Portsmouth er í óvissu. Davis er 29 ára og eru líklega mörg lið sem eru til í að njóta starfskrafta þessa fyrrum leikmanns Tottenham og Fulham. 7. Ryan GiggsLjóst er að Manchester United mun ekki bjóða Giggs lengri samning en til eins árs. Dögum Giggs í byrjunarliðinu hefur fækkað verulega og gætu orðið enn færri með komu Zoran Tosic. Tveggja ára samningur frá öðru félagi gæti orðið til þess að Giggs, sem er 35 ára, yfirgæfi Old Trafford. 6. Carlos KameniÞað eru ekki margir svartir markverðir sem hafa náð að slá í gegn. Kameni hefur hinsvegar vakið athygli fyrir lipur tilþrif með Espanyol á Spáni. Er 25 ára sem í markmannsárum er ansi lítið.5. Gary NevilleRafael da Silva hefur vakið mikla athygli og sett framtíð Gary Neville hjá Manchester United í óvissu. Búist er við að Neville fái nýjan samning hjá United en Wes Brown er einnig að berjast um sæti í liðinu og því ólíklegt að hann fái mikið að spila. Mun hann feta í fótspor bróður síns og kveðja Old Trafford?4. Emile HeskeyHver bjóst við því þegar Heskey fór frá Liverpool að hann yrði orðaður við liðið aftur? Þessi 31. árs sóknarmaður endurheimti sæti í enska landsliðshópnum.3. Mark van BommelÞessi hollenski miðjumaður gæti verið á leið frá Bayern München. Tottenham var nálægt því að kaupa hann fyrir þremur árum en á endanum fór hann til Barcelona. Van Bommel verður 32 ára í apríl.2. Daniel SturridgeAf hverju er ein helsta vonarstjarna Manchester City að verða samningslaus? Hann fær pottþétt nýtt samningstilboð frá City en hann gæti leitað annað enda stefnir í ansi harða samkeppni um sæti í liði City.1. Michael OwenOwen hefur verið mikið meiddur á ferli sínum en enginn efast um hæfileika þessa 29 ára sóknarmanns. Hann býr yfir frábærri tölfræði og skilar alltaf mörkum. Maður sem má aldrei útiloka. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Janúarglugginn er galopinn. Blaðamenn The Sun tóku saman lista yfir tíu þekkta leikmenn sem verða samningslausir næsta sumar og sumir þeirra gætu því verið á förum nú í janúar. Mark Viduka, Henrik Larsson, Jermaine Pennant, Leroy Lita og Maniche bönkuðu allir á listann en fengu ekki pláss. 10. Lucas NeillÁstralski varnarmaðurinn er líklegur til að yfirgefa West Ham bráðlega. Hann er 31. árs og þrátt fyrir að vera gagnrýndur fyrir launakröfur sínar þá er ekki hægt að neita því að hann hefur gert margt gott fyrir Hamrana. 9. Steve HarperVaramarkvörður Newcastle hefur ekki skrifað undir nýjan samning. Shay Given er að hugsa sín mál og bíður Harper örugglega eftir því að það skýrist hvað Given gerir. Allavega mun Harper líklega spila sem aðalmarkvörður í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. 8. Sean DavisFramtíð hans hjá Portsmouth er í óvissu. Davis er 29 ára og eru líklega mörg lið sem eru til í að njóta starfskrafta þessa fyrrum leikmanns Tottenham og Fulham. 7. Ryan GiggsLjóst er að Manchester United mun ekki bjóða Giggs lengri samning en til eins árs. Dögum Giggs í byrjunarliðinu hefur fækkað verulega og gætu orðið enn færri með komu Zoran Tosic. Tveggja ára samningur frá öðru félagi gæti orðið til þess að Giggs, sem er 35 ára, yfirgæfi Old Trafford. 6. Carlos KameniÞað eru ekki margir svartir markverðir sem hafa náð að slá í gegn. Kameni hefur hinsvegar vakið athygli fyrir lipur tilþrif með Espanyol á Spáni. Er 25 ára sem í markmannsárum er ansi lítið.5. Gary NevilleRafael da Silva hefur vakið mikla athygli og sett framtíð Gary Neville hjá Manchester United í óvissu. Búist er við að Neville fái nýjan samning hjá United en Wes Brown er einnig að berjast um sæti í liðinu og því ólíklegt að hann fái mikið að spila. Mun hann feta í fótspor bróður síns og kveðja Old Trafford?4. Emile HeskeyHver bjóst við því þegar Heskey fór frá Liverpool að hann yrði orðaður við liðið aftur? Þessi 31. árs sóknarmaður endurheimti sæti í enska landsliðshópnum.3. Mark van BommelÞessi hollenski miðjumaður gæti verið á leið frá Bayern München. Tottenham var nálægt því að kaupa hann fyrir þremur árum en á endanum fór hann til Barcelona. Van Bommel verður 32 ára í apríl.2. Daniel SturridgeAf hverju er ein helsta vonarstjarna Manchester City að verða samningslaus? Hann fær pottþétt nýtt samningstilboð frá City en hann gæti leitað annað enda stefnir í ansi harða samkeppni um sæti í liði City.1. Michael OwenOwen hefur verið mikið meiddur á ferli sínum en enginn efast um hæfileika þessa 29 ára sóknarmanns. Hann býr yfir frábærri tölfræði og skilar alltaf mörkum. Maður sem má aldrei útiloka.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira