Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2009 21:44 Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. "Við mættum ferskir eftir hléið í deildinni og áttum frábæran fyrsta hálftíma hér í dag. Við settum Framara svolítið útaf laginu í upphafi en við sýndum mikinn kraft, hraða og flott spil á köflum. Ég vil meina að við höfum tekið það besta úr Keflavíkurleiknum með okkur í þennan leik og það skilaði þessu," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. Margir hafa búist við því að Stjarnan myndi tapa stigum eftir frábæra byrjun en Bjarni sagði jafnteflið í Keflavík hafa hjálpað þeim mikið. "Það skipti gríðarlegu máli að ná stigi á einum grjótharðasta útivelli landsins og það hjálpaði okkur mikið þegar við fórum inn í þetta hlé. Í svona ungu liði þá hleypir það sjálfstrausti í menn," bætti Bjarni við. Stemmningin hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar var góð í kvöld og Bjarni sagði það mikilvægt. "Það er auðvitað frábært að sjá hugarfar drengjanna í þessu móti. Þegar menn eru ungir og óreyndir að taka sín fyrstu skref í þessu þá hefur svona stuðningur eins og er á pöllunum gríðarlega þýðingu og þetta lið hefur auðvitað bara staðið sig mjög vel," Arnar Már Björgvinsson var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í kvöld en samt sem áður er hann markahæstur í deildinni með 6 mörk. "Hann nýtir sín tækifæri gríðarlega vel og hefur gert það í allan vetur. Þetta var fínn leikur hjá honum í dag," sagði Bjarni um markahæsta mann deildarinnar. Stjörnuliðið eru nýliðar í deildinni og í 2.sæti deildarinnar eftir 7 umferðir. "Ég veit ekki hvort við eigum að setja okkur sérstakt markmið. Við reynum bara að fara eins langt og við getum og sjá til hvað það dagar," sagði Bjarni að lokum í samtali við Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. "Við mættum ferskir eftir hléið í deildinni og áttum frábæran fyrsta hálftíma hér í dag. Við settum Framara svolítið útaf laginu í upphafi en við sýndum mikinn kraft, hraða og flott spil á köflum. Ég vil meina að við höfum tekið það besta úr Keflavíkurleiknum með okkur í þennan leik og það skilaði þessu," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. Margir hafa búist við því að Stjarnan myndi tapa stigum eftir frábæra byrjun en Bjarni sagði jafnteflið í Keflavík hafa hjálpað þeim mikið. "Það skipti gríðarlegu máli að ná stigi á einum grjótharðasta útivelli landsins og það hjálpaði okkur mikið þegar við fórum inn í þetta hlé. Í svona ungu liði þá hleypir það sjálfstrausti í menn," bætti Bjarni við. Stemmningin hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar var góð í kvöld og Bjarni sagði það mikilvægt. "Það er auðvitað frábært að sjá hugarfar drengjanna í þessu móti. Þegar menn eru ungir og óreyndir að taka sín fyrstu skref í þessu þá hefur svona stuðningur eins og er á pöllunum gríðarlega þýðingu og þetta lið hefur auðvitað bara staðið sig mjög vel," Arnar Már Björgvinsson var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í kvöld en samt sem áður er hann markahæstur í deildinni með 6 mörk. "Hann nýtir sín tækifæri gríðarlega vel og hefur gert það í allan vetur. Þetta var fínn leikur hjá honum í dag," sagði Bjarni um markahæsta mann deildarinnar. Stjörnuliðið eru nýliðar í deildinni og í 2.sæti deildarinnar eftir 7 umferðir. "Ég veit ekki hvort við eigum að setja okkur sérstakt markmið. Við reynum bara að fara eins langt og við getum og sjá til hvað það dagar," sagði Bjarni að lokum í samtali við Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira