Innlent

Þjófótt par og bíll í vitlausum bæjarhluta

Par var handtekið við verslun N1 í Hrísmýri aðfaranótt föstudags en það hafði brotist inn í verslunina og var að bera þýfi út í bifreið sem það var á.

 

Lögreglan á Selfossi gerði svo húsleit á dvalarstað parsins. Ekkert þýfi fannst þar en eitthvað af fíkniefnum.

 

Eftir yfirheyrslu var fólkið látið laust og mál þeirra verður sent til ákæruvalds að lokinni rannsókn.

 

Þá var brotist inn í bifreið aðfaranótt föstudags þar sem hún stóð við Lyngheiði í Hveragerði og henni ekið á brott.

Bifreiðin fannst, óskemmd, síðar um daginn í öðrum bæjarhluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×