Umfjöllun: Baráttusigur Fylkis í slag spútnikliðanna Ómar Þorgeirsson skrifar 9. ágúst 2009 22:45 Fylkismaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson og Stjörnumaðurinn Birgir Hrafn Birgisson. Mynd/Anton Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í Árbænum í kvöld en staðan var 1-1 í hálfleik. Sigurmark Fylkis kom úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Fylkismenn voru annars ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Fylkisvelli í kvöld án þess þó að nýta marktækifæri sín framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútum hálfleiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Ólafur Ingi Stígsson skoraði gott skallamark fyrir Fylki á 41. mínútu eftir hornspyrnu Ingimundar Níelsar Óskarssonar en Ingimundur Níels hafði reyndar komið boltanum í netið stuttu áður en markið var þá dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru nálægt því að jafna leikinn í næstu sókn þegar Ellert Hreinsson átti hörku skalla að marki Fylkis en markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson var á tánum og náði að koma höndum á boltann og bjarga í horn. Stjörnumenn héldu pressunni hins vegar áfram áfram og hún skilaði sér í jöfnunarmarki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Varnarmenn Fylkis náðu þá ekki að koma boltanum í burtu eftir mikið klafs í teignum og Halldór Orri Björnsson var réttur maður á réttum stað og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Liðin fóru því til búningsherbergja í hálfleik með sitt markið hvort. Flautusinfónía á FylkisvelliÍ seinni hálfleik færðist gríðarleg harka í leikinn enda mikið í húfi fyrir bæði lið auk þess sem blautur völlurinn bauð upp á fljúgandi tæklingar og mikinn hasar.Ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson hafði því í nógu að snúast og var eflaust orðinn hás á flautunni þegar líða tók á hálfleikinn. Halldór Orri var annars nálægt því að koma Stjörnunni yfir snemma í seinni hálfleik en skot hans hafnaði í slánni á marki Fylkis.Eftir það var ekki mikið um opin marktækifæri í þó nokkurn tíma og raunar flest sem benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli. Síðustu tíu mínútur leiksins voru hins vegar æsispennandi.Stjörnumenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar Alfreð Elías Jóhannsson féll í teignum en Kristinn ákvað að flauta ekki.Flautan fékk þó að hljóma stuttu síðar hinum megin á vellinum þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson var togaður niður í vítateig Stjörnunnar eftir baráttu við Jóhann Laxdal og vítaspyrna því réttilega dæmd.Albert Brynjar Ingason fór svellkaldur á vítapunktinn og skoraði af fádæma öryggi á 84. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.Rándýr Þrjú stig í hús hjá Fylkismönnum sem náðu þar með að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þar sem liðin í 4.-6. sæti, Keflavík og Valur ásamt Stjörnunni, töpuðu öll sínum leikjum.Fylkir og Stjarnan hafa annars bæði komið hressilega á óvart í sumar og boðið upp á skemmtilegan sóknarbolta þó svo að þessi leikur verði ef til vill ekki í minnum hafður sem fallegur fótboltaleikur þá vantaði ekki hasarinn og ekkert var gefið eftir í baráttunni.Stjörnumenn hafa nú hins vegar tapað þremur leikjum í röð og þurfa að fara að taka sér tak ef þeir ætla sér að vera með í baráttunni við Fylki og fleiri lið um Evrópusæti.Tölfræðin:Fylkir - Stjarnan 2-1 1-0 Ólafur Ingi Stígsson (41.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (45.+3) 2-1 Albert Brynjar Ingason (84.) Fylkisvöllur, áhorfendur 883 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 12-10 (6-5) Varin skot: Ólafur Þór 3 - Bjarni Þórður 4 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 4-2Fylkir (4-3-3) Ólafur Þór Gunnarsson 7 Arnar Þór Úlfarsson 4 (39., Theódór Óskarsson 6) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 5 Halldór Arnar Hilmisson 4 (54., Pape Mamadou Faye 5)*Ólafur Ingi Stígsson 7 - maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 7 (85., Kjartan Andri Baldvinsson -) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Jóhann Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (58., Baldvin Sturluson 5) Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Arnar Már Björgvinsson 4 (74., Heiðar Atli Emilsson -) Björn Pálsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 Ellert Hreinsson 4 Halldór Orri Björnsson 7 Alfreð Elías Jóhannesson 4 (81., Bjarki Páll Eysteinsson -)Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fylkis og Stjörnunnar í 16. umferð Pepsi-deildar karla.Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Fylkir vann góðan 2-1 sigur gegn nýliðum Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í Árbænum í kvöld en staðan var 1-1 í hálfleik. Sigurmark Fylkis kom úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Fylkismenn voru annars ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Fylkisvelli í kvöld án þess þó að nýta marktækifæri sín framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútum hálfleiksins sem hlutirnir fóru að gerast. Ólafur Ingi Stígsson skoraði gott skallamark fyrir Fylki á 41. mínútu eftir hornspyrnu Ingimundar Níelsar Óskarssonar en Ingimundur Níels hafði reyndar komið boltanum í netið stuttu áður en markið var þá dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru nálægt því að jafna leikinn í næstu sókn þegar Ellert Hreinsson átti hörku skalla að marki Fylkis en markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson var á tánum og náði að koma höndum á boltann og bjarga í horn. Stjörnumenn héldu pressunni hins vegar áfram áfram og hún skilaði sér í jöfnunarmarki í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Varnarmenn Fylkis náðu þá ekki að koma boltanum í burtu eftir mikið klafs í teignum og Halldór Orri Björnsson var réttur maður á réttum stað og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Liðin fóru því til búningsherbergja í hálfleik með sitt markið hvort. Flautusinfónía á FylkisvelliÍ seinni hálfleik færðist gríðarleg harka í leikinn enda mikið í húfi fyrir bæði lið auk þess sem blautur völlurinn bauð upp á fljúgandi tæklingar og mikinn hasar.Ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson hafði því í nógu að snúast og var eflaust orðinn hás á flautunni þegar líða tók á hálfleikinn. Halldór Orri var annars nálægt því að koma Stjörnunni yfir snemma í seinni hálfleik en skot hans hafnaði í slánni á marki Fylkis.Eftir það var ekki mikið um opin marktækifæri í þó nokkurn tíma og raunar flest sem benti til þess að leikurinn myndi enda með jafntefli. Síðustu tíu mínútur leiksins voru hins vegar æsispennandi.Stjörnumenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar Alfreð Elías Jóhannsson féll í teignum en Kristinn ákvað að flauta ekki.Flautan fékk þó að hljóma stuttu síðar hinum megin á vellinum þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson var togaður niður í vítateig Stjörnunnar eftir baráttu við Jóhann Laxdal og vítaspyrna því réttilega dæmd.Albert Brynjar Ingason fór svellkaldur á vítapunktinn og skoraði af fádæma öryggi á 84. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.Rándýr Þrjú stig í hús hjá Fylkismönnum sem náðu þar með að styrkja stöðu sína í þriðja sætinu þar sem liðin í 4.-6. sæti, Keflavík og Valur ásamt Stjörnunni, töpuðu öll sínum leikjum.Fylkir og Stjarnan hafa annars bæði komið hressilega á óvart í sumar og boðið upp á skemmtilegan sóknarbolta þó svo að þessi leikur verði ef til vill ekki í minnum hafður sem fallegur fótboltaleikur þá vantaði ekki hasarinn og ekkert var gefið eftir í baráttunni.Stjörnumenn hafa nú hins vegar tapað þremur leikjum í röð og þurfa að fara að taka sér tak ef þeir ætla sér að vera með í baráttunni við Fylki og fleiri lið um Evrópusæti.Tölfræðin:Fylkir - Stjarnan 2-1 1-0 Ólafur Ingi Stígsson (41.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (45.+3) 2-1 Albert Brynjar Ingason (84.) Fylkisvöllur, áhorfendur 883 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 12-10 (6-5) Varin skot: Ólafur Þór 3 - Bjarni Þórður 4 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 17-16 Rangstöður: 4-2Fylkir (4-3-3) Ólafur Þór Gunnarsson 7 Arnar Þór Úlfarsson 4 (39., Theódór Óskarsson 6) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Þórir Hannesson 5 Halldór Arnar Hilmisson 4 (54., Pape Mamadou Faye 5)*Ólafur Ingi Stígsson 7 - maður leiksins Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 7 (85., Kjartan Andri Baldvinsson -) Albert Brynjar Ingason 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 7 Jóhann Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (58., Baldvin Sturluson 5) Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Arnar Már Björgvinsson 4 (74., Heiðar Atli Emilsson -) Björn Pálsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 Ellert Hreinsson 4 Halldór Orri Björnsson 7 Alfreð Elías Jóhannesson 4 (81., Bjarki Páll Eysteinsson -)Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Fylkis og Stjörnunnar í 16. umferð Pepsi-deildar karla.Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti