Enski boltinn

Nigel Clough tekur við Derby

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nigel Clough er tekinn við Derby.
Nigel Clough er tekinn við Derby.

Nigel Clough hefur yfirgefið Burton til að gerast knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Derby. Þessi fyrrum leikmaður Nottingam Forest er 42 ára og hefur haldið um stjórnartaumana hjá Burton í tíu ár.

Faðir hans, Brian Clough, stýrði Derby á sínum tíma. Derby er í 18. sæti ensku B-deildarinnar en á morgun mætir liðið Manchester United í fyrri viðureign þessara liða í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Clough lék einnig með Liverpool og Manchester City en gerðist spilandi stjóri Burton 1998. Burton er á toppi ensku utandeildarinnar og stefnir hraðbyri í að komast í ensku landsdeildirnar í fyrsta sinn í sögunni.

David Lowe, yfirmaður unglingastarfs Derby, mun stýra leiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×