Enski boltinn

Middlesbrough ákært

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Middlesbrough að hópast að dómaranum Mark Halsey.
Leikmenn Middlesbrough að hópast að dómaranum Mark Halsey.

Middlesbrough hefur verið ákært af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum um síðustu helgi. Middlesbrough tapaði 3-0 fyrir West Brom á laugardag.

Leikmenn Boro hópuðust í kringum dómarann Mark Halsey eftir að hann rak Didier Digard af velli. Í látunum missti Halsey rauða spjaldið í jörðina. Middlesbrough hefur tækifæri til 4. febrúar til að svara ákærunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×