Fleiri leigjendur draga úr sveiflum 27. nóvember 2009 05:45 Á ráðstefnu norrænu ráðherranefndarinnar Gwillym Pryce segir að bankar þurfi að breyta viðskiptaháttum og leggja áherslu á siðlegar lánveitingar. Þeir eigi að huga að hag lántakenda til lengri tíma. Slíkt dragi úr sveiflum sem komi bönkunum líka til góða því með því dragi úr hættu á bankaáhlaupum. Fréttablaðið/Stefán Aukið getur á verðsveiflur á fasteignamarkaði að meirihluti fólks búi í eigin húsnæði. Þetta kom fram í máli Gwilym Pryce, prófessors í hagfræði og félagsvísindum við háskólann í Glasgow á norrænni ráðstefnu um fasteignamarkaðinn sem fram fór í Reykjavík í gær. Prófessor Gwilym Pryce hvatti til frekari rannsókna á kjörhlutfalli íbúðareigenda og leigjenda í hverju samfélagi. Hér eiga yfir 80 prósent eigið húsnæði. Pryce vísaði til dæmis til Bretlands þar sem yfir 70 prósent búa í eigin húsnæði og benti á að skuldsetning landsins í samhengi við landsframleiðslu væri mikil. Til samanburðar benti hann á að hlutfall íbúðareigenda í Þýskalandi væri 43 prósent og skuldsetningarhlutfallið mun lægra. Eftir því sem færri byggju í eigin húsnæði minnkaði næmi landsins gagnvart fjármálakreppunni og verðfalli eigna. Þá bendir Pryce á að blönduð byggð misefnaðs fólks auki viðnám í efnahagskreppum. „Þegar íbúð er tekin eignarnámi hefur það áhrif á nærumhverfið. Í hverfum þar sem hinir efnaminni hafa safnast saman er hætt við dómínóáhrifum sem síður er hætta á í blandaðri byggð,“ segir hann. „Núna, í kjölfar kreppu, er rétti tíminn til að spyrja stórra spurninga,“ segir hann og telur að þegar hagkerfið taki við sér á ný minnki áhugi fólks á að gera samfélagsbreytingar. Pryce segir eðlilegt að setja spurningarmerki við það hvort allir eigi að búa í eigin húsnæði. Tilhneiging sé til þess að þeir tekjulægstu festi kaup á fasteignum þegar aðgengi er best að lánsfjármagni, í miðjum eignabólum þegar verð er hátt. Sami hópur sé líklegri til að missa fótanna þegar herðir á dalnum og atvinnuleysi eykst. Þetta eitt auki á sveiflur og þjóðhagslegan kostnað. Pryce nefndi dæmi um þrjá fasteignakaupendur. Sá fyrsti kaupir íbúð og selur ekki fyrr en að 40 árum liðnum þegar lán eru greidd upp. Annar kaupir þegar verð er lágt og selur aftur þegar verð er hátt og eltir á þennan hátt reglulegar sveiflur á fasteignamarkaði út tímann. Sá þriðji kaupir þegar verð er hátt og selur eða hrekst út af fasteignamarkaði þegar verð er lágt. Samkvæmt útreikningum Pryce, sem eiga við Bretland, hagnast sá fyrsti um sem nemur 16 milljónum króna og númer tvö um 32 milljónir meðan sá þriðji tapar sem nemur 56 milljónum króna. Af þessu segir Pryce mega sjá nauðsyn þess í rannsóknum að huga að tímasetningu fasteignakaupa. Það hafi ekki verið gert í nægilegum mæli til þessa. olikr@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Aukið getur á verðsveiflur á fasteignamarkaði að meirihluti fólks búi í eigin húsnæði. Þetta kom fram í máli Gwilym Pryce, prófessors í hagfræði og félagsvísindum við háskólann í Glasgow á norrænni ráðstefnu um fasteignamarkaðinn sem fram fór í Reykjavík í gær. Prófessor Gwilym Pryce hvatti til frekari rannsókna á kjörhlutfalli íbúðareigenda og leigjenda í hverju samfélagi. Hér eiga yfir 80 prósent eigið húsnæði. Pryce vísaði til dæmis til Bretlands þar sem yfir 70 prósent búa í eigin húsnæði og benti á að skuldsetning landsins í samhengi við landsframleiðslu væri mikil. Til samanburðar benti hann á að hlutfall íbúðareigenda í Þýskalandi væri 43 prósent og skuldsetningarhlutfallið mun lægra. Eftir því sem færri byggju í eigin húsnæði minnkaði næmi landsins gagnvart fjármálakreppunni og verðfalli eigna. Þá bendir Pryce á að blönduð byggð misefnaðs fólks auki viðnám í efnahagskreppum. „Þegar íbúð er tekin eignarnámi hefur það áhrif á nærumhverfið. Í hverfum þar sem hinir efnaminni hafa safnast saman er hætt við dómínóáhrifum sem síður er hætta á í blandaðri byggð,“ segir hann. „Núna, í kjölfar kreppu, er rétti tíminn til að spyrja stórra spurninga,“ segir hann og telur að þegar hagkerfið taki við sér á ný minnki áhugi fólks á að gera samfélagsbreytingar. Pryce segir eðlilegt að setja spurningarmerki við það hvort allir eigi að búa í eigin húsnæði. Tilhneiging sé til þess að þeir tekjulægstu festi kaup á fasteignum þegar aðgengi er best að lánsfjármagni, í miðjum eignabólum þegar verð er hátt. Sami hópur sé líklegri til að missa fótanna þegar herðir á dalnum og atvinnuleysi eykst. Þetta eitt auki á sveiflur og þjóðhagslegan kostnað. Pryce nefndi dæmi um þrjá fasteignakaupendur. Sá fyrsti kaupir íbúð og selur ekki fyrr en að 40 árum liðnum þegar lán eru greidd upp. Annar kaupir þegar verð er lágt og selur aftur þegar verð er hátt og eltir á þennan hátt reglulegar sveiflur á fasteignamarkaði út tímann. Sá þriðji kaupir þegar verð er hátt og selur eða hrekst út af fasteignamarkaði þegar verð er lágt. Samkvæmt útreikningum Pryce, sem eiga við Bretland, hagnast sá fyrsti um sem nemur 16 milljónum króna og númer tvö um 32 milljónir meðan sá þriðji tapar sem nemur 56 milljónum króna. Af þessu segir Pryce mega sjá nauðsyn þess í rannsóknum að huga að tímasetningu fasteignakaupa. Það hafi ekki verið gert í nægilegum mæli til þessa. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira