Fótbolti

Eggert lék allan leikinn í tapi í Edinborgar-slagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson er að spila stórt hlutverk með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson er að spila stórt hlutverk með Hearts. Mynd/GettyImages

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn í miðri vörn Hearts sem mátti sætta sig við 0-1 tap á móti Hibernian í Edinborgar-slagnum í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurmark Hibernian kom strax á fjórtándu mínútu leiksins en bæði lið léku manni færri í seinni hálfleik eftir að markvörður Hearts, Janos Balogh, og Sol Bamba hjá Hibernian fengu að líta rauða spjaldið með innan við mínútu millibili.

Hearts er áfram í 3. sæti en Hibernian komst upp í 6. sætið með þessum sigri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×