Stjórnin stendur og fellur með Icesave Ingimar Karl Helgason skrifar 11. ágúst 2009 12:04 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra Vinstri grænna, segir að Icesave málið snúist um að hlaða ekki skuldaklafa á þjóðina. Hann finni ríkan vilja í öllum flokkum til að ná sem breiðastri samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð um Icesave sem tryggi hagsmuni Íslands sem best. Fjárlaganefnd vinnur nú að því að gera fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgðina. Ekki náðist í nefndarmenn í morgun. Fulltrúar stjórnarandstöðu hafa talað um að fyrirvarar sem þar er rætt séu ekki nægir. Heimildarmenn fréttastofu innan ríkisstjórnarinnar segja að fari svo að Ögmundur Jónasson, og raunar einnig Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og Lilja Mósesdóttir, þingkonur Vinstri grænna, greiði ekki atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sé samstarfinu sjálfhætt. Ríkisstjórnarsamstarfið standi og falli með Ögmundi. Það sé margt sem hangi á Icesave málinu; allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Þessa skoðun heyrir fréttastofa bæði í röðum ráðherra Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson, er á öðru máli. Hann hafi alltaf sagt að ríkisstjórnin hafi ekki verið mynduð um tiltekna niðurstöðu í Icesave málinu heldur velferðarsamfélagið. Skoða verði þessi mál í því samhengi. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn telja að ríkisstjórnin geti náð lendingu í málinu, „fyrir eigin vélarafli" eins og það var orðað. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir þýðingarlaust að vera með vangaveltur um óorðna hluti. Við verðum að bíða og sjá. Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 „Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra Vinstri grænna, segir að Icesave málið snúist um að hlaða ekki skuldaklafa á þjóðina. Hann finni ríkan vilja í öllum flokkum til að ná sem breiðastri samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð um Icesave sem tryggi hagsmuni Íslands sem best. Fjárlaganefnd vinnur nú að því að gera fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgðina. Ekki náðist í nefndarmenn í morgun. Fulltrúar stjórnarandstöðu hafa talað um að fyrirvarar sem þar er rætt séu ekki nægir. Heimildarmenn fréttastofu innan ríkisstjórnarinnar segja að fari svo að Ögmundur Jónasson, og raunar einnig Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og Lilja Mósesdóttir, þingkonur Vinstri grænna, greiði ekki atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sé samstarfinu sjálfhætt. Ríkisstjórnarsamstarfið standi og falli með Ögmundi. Það sé margt sem hangi á Icesave málinu; allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Þessa skoðun heyrir fréttastofa bæði í röðum ráðherra Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson, er á öðru máli. Hann hafi alltaf sagt að ríkisstjórnin hafi ekki verið mynduð um tiltekna niðurstöðu í Icesave málinu heldur velferðarsamfélagið. Skoða verði þessi mál í því samhengi. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn telja að ríkisstjórnin geti náð lendingu í málinu, „fyrir eigin vélarafli" eins og það var orðað. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir þýðingarlaust að vera með vangaveltur um óorðna hluti. Við verðum að bíða og sjá.
Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 „Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00
„Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40