Stjórnin stendur og fellur með Icesave Ingimar Karl Helgason skrifar 11. ágúst 2009 12:04 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra Vinstri grænna, segir að Icesave málið snúist um að hlaða ekki skuldaklafa á þjóðina. Hann finni ríkan vilja í öllum flokkum til að ná sem breiðastri samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð um Icesave sem tryggi hagsmuni Íslands sem best. Fjárlaganefnd vinnur nú að því að gera fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgðina. Ekki náðist í nefndarmenn í morgun. Fulltrúar stjórnarandstöðu hafa talað um að fyrirvarar sem þar er rætt séu ekki nægir. Heimildarmenn fréttastofu innan ríkisstjórnarinnar segja að fari svo að Ögmundur Jónasson, og raunar einnig Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og Lilja Mósesdóttir, þingkonur Vinstri grænna, greiði ekki atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sé samstarfinu sjálfhætt. Ríkisstjórnarsamstarfið standi og falli með Ögmundi. Það sé margt sem hangi á Icesave málinu; allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Þessa skoðun heyrir fréttastofa bæði í röðum ráðherra Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson, er á öðru máli. Hann hafi alltaf sagt að ríkisstjórnin hafi ekki verið mynduð um tiltekna niðurstöðu í Icesave málinu heldur velferðarsamfélagið. Skoða verði þessi mál í því samhengi. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn telja að ríkisstjórnin geti náð lendingu í málinu, „fyrir eigin vélarafli" eins og það var orðað. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir þýðingarlaust að vera með vangaveltur um óorðna hluti. Við verðum að bíða og sjá. Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 „Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra segir svo ekki vera, en væntir lausnar. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra Vinstri grænna, segir að Icesave málið snúist um að hlaða ekki skuldaklafa á þjóðina. Hann finni ríkan vilja í öllum flokkum til að ná sem breiðastri samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð um Icesave sem tryggi hagsmuni Íslands sem best. Fjárlaganefnd vinnur nú að því að gera fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgðina. Ekki náðist í nefndarmenn í morgun. Fulltrúar stjórnarandstöðu hafa talað um að fyrirvarar sem þar er rætt séu ekki nægir. Heimildarmenn fréttastofu innan ríkisstjórnarinnar segja að fari svo að Ögmundur Jónasson, og raunar einnig Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, og Lilja Mósesdóttir, þingkonur Vinstri grænna, greiði ekki atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sé samstarfinu sjálfhætt. Ríkisstjórnarsamstarfið standi og falli með Ögmundi. Það sé margt sem hangi á Icesave málinu; allt íslenskt efnahagslíf sé í gíslingu málsins. Þessa skoðun heyrir fréttastofa bæði í röðum ráðherra Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson, er á öðru máli. Hann hafi alltaf sagt að ríkisstjórnin hafi ekki verið mynduð um tiltekna niðurstöðu í Icesave málinu heldur velferðarsamfélagið. Skoða verði þessi mál í því samhengi. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn telja að ríkisstjórnin geti náð lendingu í málinu, „fyrir eigin vélarafli" eins og það var orðað. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir þýðingarlaust að vera með vangaveltur um óorðna hluti. Við verðum að bíða og sjá.
Tengdar fréttir Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00 „Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Líf ríkisstjórnarinnar í höndum Ögmundar Haldi Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fast við andstöðu sína við Icesave-málið er ríkisstjórnarsamstarfi VG og Samfylkingarinnar úr sögunni. Um það eru þingmenn í báðum flokkum sammála. 11. ágúst 2009 06:00
„Mjög gott samband á milli okkar Steingríms“ Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segir samband sitt og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og formanns Vinstri grænna, vera afar gott. Ögmundur kveðst ekki hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Hann segist einungis vera einn af 63 fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. 11. ágúst 2009 10:40