Enski boltinn

Guðjón ánægður með sína menn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Mynd/Daníel
Guðjón Þórðarson var ánægður með að sínir menn í Crewe náðu jafntefli gegn Milwall í ensku bikarkeppninni í dag eftir að hafa lent 2-1 undir.

Crewe komst 1-0 yfir í leiknum en Millwall skoraði tvö mörk með skömmu millibili undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég var ánægður með hvernig leikmenn unnu sig aftur inn í leikinn í síðari hálfleik. Þetta voru góð úrslit fyrir okkur og leikmenn sýndu mikinn vilja og baráttuanda," sagði Guðjón við heimasíðu Crewe.

„Það er mjög hvetjandi fyrir mig að sjá hvernig leikmennirnir voru í dag. Það er gott að liðið er enn í bikarnum en verkið er aðeins hálfunnið og þetta verður erfitt gegn Milwall þegar leikurinn verður endurtekinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×