Enski boltinn

Burnley efast um að Defoe hafi verið löglegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe, leikmaður Tottenham.
Jermain Defoe, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn enska B-deildarliðsins Burnley hafa sent formlega fyrirspurn til knattspyrnuyfirvalda á Englandi þar sem efast er um að Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, hafi verið heimilt að spila síðari leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni.

Liðin mættust tvívegis í undanúrslitum keppninnar nú í mánuðinum. Defoe gat ekki spilað með Tottenham í fyrri leiknum þar sem félagaskipti hans frá Portsmouth voru ekki endanlega gengin í gegn.

Forráðamenn Burnley vilja nú meina, samkvæmt enskum fjölmiðlum, að þar sem Defoe hafi ekki mátt spila í fyrri leiknum hafi það sama átt að gilda um þann síðari. Það sé vegna þess að heildarúrslit leikjanna sem gilda.

Samkvæmt þeim rökum jafngildir þetta því að skipta inn leikmanni í miðjum leik sem var keyptur til félagsins eftir að téður leikur hófs.

Tottenham vann fyrri leikinn, 4-1, en Burnley náði að skora þrívegis í venjulegum leiktíma síðari leiksins. Þurfti því að grípa til framlengingar þar sem Tottenham skoraði tvívegis og skoraði Defoe annað markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×