Ófrjósemisaðgerðir orðnar að karlavígi 26. janúar 2009 03:00 Reynir Tómas Geirsson Fréttablaðið/Valli Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Þrjú ár eru nú frá því karlar á Íslandi tóku fram úr konum í fjölda ófrjósemisaðgerða. Fyrir fimmtán árum fóru tuttugu sinnum fleiri konur en karlar í ófrjósemisaðgerðir. Í dag fara þrír karlar í slíka aðgerð á móti hverjum tveimur konum, árið 2007 voru 296 karlar teknir úr sambandi á móti 190 konum. „Ég hef enga góða skýringu á þessari þróun. Þetta hefur einfaldlega snúist svona í samfélaginu,“ segir Reynir Tómas Geirsson, yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans. Reynir segir engar sérstakar tækninýjungar hafa orðið sem geti skýrt þróunina. Kannski hafi karlar á árum áður ekki verið nægilega upplýstir og kannski hafi þeir einfaldlega ekki kært sig um slíka aðgerð. „Ef til vill eru karlar í nútímanum farnir að taka meiri ábyrgð sjálfir á getnaðarvörnunum,“ segir hann. Þrátt fyrir geysimikla aukningu í ófrjósemisaðgerðum karla hefur heildarfjöldi slíkra aðgerða fremur minnkað síðustu árin. Það er vegna þess að síðari árin hafa mun færri konur látið taka sig úr sambandi. Þannig voru 660 konur gerðar ófrjóar árið 1986 en aðeins 190 konur árið 2007. Reynir bendir á að um sé að ræða minna inngrip hjá körlunum en hjá konunum. Kannski vilja þeir frekar láta taka sig úr sambandi heldur en að konur þeirra gangist undir aðgerð. „Annað sem skýrir þessa fækkun hjá konunum eru eflaust framfarir í getnaðarvörnum fyrir konur sem eru á síðari hluta frjósemiskeiðs síns. Þar á ég við svokallaða hormónalykkju sem þær geta haft í fimm ár í einu og má endurnýja. Þetta veldur litlum aukaverkunum hjá konunni auk þess sem blæðingar minnka. Þetta þýðir að margar konur sem áður hefðu farið í ófrjósemisaðgerð velja nú hormónalykkjuna,“ segir Reynir. Hjá körlum felst ófrjósemisaðgerð í því að klippt er á sáðleiðara en hjá konum eru eggjaleiðarar klemmdir saman. Ekki er heimilt að gera ófrjósemisaðgerðir á fólki sem er yngra en 25 ára nema í mjög sérstökum tilfellum að sögn Reynis. Þess utan er reynt að ganga vandlega úr skugga um að ekki sé um skyndiákvörðun að ræða. Hjá báðum kynjum er mögulegt að snúa áhrifunum við en árangurinn er ekki tryggður. „Það eru um fimmtíu prósent líkur á að árangur verði af endurtengingaraðgerð,“ segir Reynir. gar@frettabladid.is
Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira