Lífið

Rithöfundar eru nýju útrásarvíkingarnir

Rithöfundar eru ef til vill hinir nýju útrásavíkingar en hátt á annað hundrað útgáfusamninga voru gerðir á árinu sem var að líða.
Rithöfundar eru ef til vill hinir nýju útrásavíkingar en hátt á annað hundrað útgáfusamninga voru gerðir á árinu sem var að líða.

Íslensk skáldverk voru í mikilli útrás á árinu sem var að líða. Bókaútgefendur gerðu vel á annað hundrað útgáfusamninga við erlendar útgáfur og því ættu aðdáendur íslenskrar bókmenntahefðar að geta nálgast íslensk skáldverk með fremur auðveldum hætti í útlöndum. Ólíkt því sem menn kynnu að halda er hér ekki um að ræða einsleitan hóp nágrannaþjóða heldur voru gerðir samningar við fjarlæg lönd á borð við Kóreu, Kína og Indland.

Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum gerði samning við þýska forlagið btb um útgáfu á tveimur bókum glæpasagnahöfundarins Ævars Arnar Jósepssonar. Annars vegar Sá yðar sem syndlaus er og hins vegar Land tækifæranna sem kom út fyrir þessi jól. Kristján segir þýska útgefendur vera sérlega áhugasama um íslenskar bækur um þessar mundir og vitað er af áhuga þeirra á öðrum rithöfundum forlagsins. Kristján taldi hins vegar ekki tímabært að opinbera hverjir þeir væru.

Pétur Már Ólafsson hjá Veröld stóð í ströngu allt síðasta ár vegna útgáfumála Yrsu Sigurðardóttur á erlendum vettvangi. Nýjasta bók Yrsu, Auðnin, var seld til þýska forlagsins Fischer Verlag auk þess sem samið var um útgáfurétt til erlendra aðila á nokkrum af hennar eldri bókum. „Til gamans má geta að Þriðja táknið kemur út í kilju í Bretlandi nú í byrjun janúar,“ segir Pétur en Veröld gekk frá alls sjö útgáfusamningum á bókum Yrsu á árinu sem var að líða.

Stærsta forlag landsins, Forlagið, stóð í stórræðum þetta árið. Gengið var frá 130 útgáfusamningum við erlend forlög á árinu 2008. Lang fyrirferðarmestur á þeim lista er Arnaldur Indriðason en alls voru gerðir 36 samningar um hvers kyns útgáfu á bókum hans. Þar má meðal annars nefna hljóðbækur á þýsku, stafrænt niðurhal og útgáfu á bókum rithöfundarins fyrir sjóndapra.

Af öðrum stórum samningum má nefna að samið var fyrir hönd rithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Guðrúnar Evu Mínervudóttur við þýska risann btb um útgáfu á bókum þeirra Vetrarsól og Skaparinn. Þar að auki má nefna að þýska forlagið Bloomsbury Kinderbuch Verlag tryggði sér útgáfuréttinn að barna-og unglingabókinni Garðurinn eftir Gerði Kristnýju og franska forlagið Métalié keypti útgáfuréttinn að bók Árna Þórarinssonar, Dauða trúðsins.

Ævar Örn Jósepsson Volkswagen Golf Metan bíll Glæpasögur rithöfundur
Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur


Arnaldur Indriðason





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.