Enski boltinn

Downing vill fara frá Boro

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stewart Downing í leik með Middlesbrough.
Stewart Downing í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Stewart Downing mun fara fram á að hann verði seldur frá félaginu eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.

Það er fullyrt að þetta muni hann gera á mánudaginn en hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Boro í febrúar síðastliðnum. Hann er hins vegar sagður óánægður hjá félaginu nú.

Gareth Southgate, stjóri Boro, hefur ítrekað sagt að Downing yrði ekki seldur frá félaginu. En það á eftir að koam í ljós hvaða áhrif beiðni hans hefur á þá afstöðu.

Fullyrt er að Downing sé metinn á fimmtán milljónir punda af forráðamönnum Boro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×