Enski boltinn

Hermann og Grétar Rafn byrja í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / AFP

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth sem mætir Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 í dag.

Alls hefjast sex leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 í dag. West Ham tekur á móti Burnley en Jóhannes Karl Guðjónsson er á meðal varamanna síðarnefnda liðsins.

Þá er Grétar Rafn Steinsson í byrjunarliði Bolton sem mætir Fulham á útivelli.

Grétar Rafn fær langþráð tækifæri í byrjunarliðinu en Sam Ricketts má sætta sig við að vera á bekknum í dag eftir að hann skoraði ansi slysalegt sjálfsmark í 2-0 tapi Bolton fyrir Blackburn um síðustu helgi.

Ricketts hefur verið fastamaður í stöðu hægri bakvarðar hjá Bolton síðan hann var keyptur frá Hull í sumar.

Þess má geta að Tomasz Kuszczak stendur í marki Manchester United í dag en Wes Brown stendur við hlið Nemanja Vidic í vörninni. Wayne Rooney er í byrjunarliðinu en þeir Michael Owen og Dimitar Berbatov á bekknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×