Innlent

Barðastrandaránið: Tveir handteknir - þriðja mannsins leitað

Tveir karlmenn um tvítugt eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir hafa játað aðild sína að innbroti á á Seltjarnarnesi í gærkvöld þar sem karlmanni á áttræðisaldri voru veittir áverkar. Þriðja mannsins er leitað.

Þegar húsráðandi við Barðaströnd á Seltjarnarnesi kom heim rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld heyrði hann umgang á efri hæð hússins. Stuttu síðar mætti hann manni sem sló hann í andlitið, batt hann á höndum og fótum með límbandi.

Mennirnir, sem voru tveir, fóru síðan ránshendi um húsið og tóku meðal annars um 60 armbandsúr, 70-90 armbandskeðjur og fjóra karlmannsgullhringi.

Húsráðandanum tókst eftir nokkurn tíma að losa sig og hafði samband við lögreglu. Hann hafði fengið áverka í andlit og var fluttur á slysadeild. Maðurinn sagði í samtali við fréttastofu þakka fyrir að vera á lífi en árásarmennirnir hótuðu honum öllu illu, meðal annars að sprauta piparúða í augu hans.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að mennirnir, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, voru handteknir síðdegis á heimili annars þeirra í austurhluta borgarinnar.

Lögreglan leitar þriðja mannsins í tengslum við rannsókn málsins og er búist við að hann verði handtekinn innan tíðar, verði hann þá ekki þegar búinn að gefa sig fram.

Þá vill lögreglan þakka fjölmiðlum og almenningi sérstaklega fyrir aðstoðina en umfjöllun hinna fyrrnefndu og góð viðbrögð þeirra síðarnefndu gaf af sér upplýsingar er leiddu til handtöku mannanna.




Tengdar fréttir

Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“

„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesinu sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úraverkstæði mannsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn, svo límdu þeir á honum hendur og fætur. Að lokum fóru þeir ránshendi um úraverkstæðið sem er á heimili hans.

Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur

Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi. Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins þegar hann kom inn. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Þeir límdu og bundu á honum hendur og fætur.

Barðastrandaránið: Bæjarstjóra mjög brugðið

„Mér er náttúrlega bara mjög brugðið við þessar fregnir. Þetta er bara skelfilegur atburður. Og það vill svo til að ég þekki þann sem að fyrir þessu varð mjg vel þannig að ég sendi honum auðvitað mínar bestu kveðjurm," segir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×