Innlent

Gekk í flasið á þjófunum - var bundinn, laminn og rændur

Úrasmiður á áttræðisaldri gekk í flasið á tveimur þjófum um klukkan átta í gærkvöldi.

Mennirnir voru inn á úraverkstæði mannsins á Seltjarnarnesi þegar hann kom að þeim. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn. Svo límdu þeir og bundu á honum hendur og fætur.

Síðan héldu þeir áfram að fara ránshendi um verkstæðið sem er við Barðaströnd.

Eftir um tíu mínútur flúðu mennirnir af vettvangi. Þeir höfðu á brott með sér úr og skartgripi.

Þolandinn náði að losa sig af sjálfsdáðum og tilkynnti þá málið til lögreglunnar.

Maðurinn var færður á spítala en ræningjarnir veittu honum þungt högg. Hann er útskrifaður af spítala í gær.

Mannanna er leitað. Samkvæmt lögreglunni eru árásarmennirnir taldir vera íslendingar um tvítugt.

Húsráðandinn sá annan manninn ógreinilega. Hann taldi að hinn maðurinn væri um það bil 178 sentímetrar á hæð, sólbrúnn á hörund.

Hann var klæddur í ljósan jakka, hefðbundnar gallabuxur og svarta strigaskó.

Þá var hann með svartan og bláan bakpoka úr grófu strigaefni. Maðurinn var með hettu og húfu á höfði og klút fyrir andlitinu.

Þá taldi maðurinn að annar þjófurinn hefði kallað hinn Marra eða eitthvað í líkingu við það.

Ef einhver er með upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu þá er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna í síma: 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×