Innlent

Sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti til fæðingarorlofs

Ingimar Karl Helgason skrifar
Lára V. Júlíusdóttir.
Lára V. Júlíusdóttir. MYND/Stefán

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti bankafólks til fæðingarorlofs. Hún segir að lítið hafi verið að marka yfirlýsingar gömlu ríkisstjórnarinnar og segir að nýja stjórnin hafi ekki virt sig svars um málið.

Lára segir í grein í Morgunblaðinu í gær að hópur starfsmanna gömlu bankanna hafi tilkynnt um töku fæðingarorlofs eða þegar verið í fæðingarorlofi þegar bankarnir hrundu í haust. Hluti hópsins hefði ekki verið ráðinn til nýju bankanna, þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna þáverandi ríkisstjórnar um að tekið yrði tillit til félagslegra sjónarmiða við endurráðingu starfsmanna.

Þessar yfirlýsingar virðast ekki hafa haft mikið vægi þegar á reyndi vegna fólks í fæðingarorlofi. Lára hefur sent skilanefndum og nýju bönkunum erindi þar sem hún krefst þess að þetta fólk nóti verndar fæðingarorlofslaga gegn uppsögnum. Lára segir að ýmist sé erindum ekki svarað eða þeim vísað á bug. Lára bendir á að neyðarlögin svonefndu, sem menn vísi í, víki ekki til hliðar lögum um fæðingar og foreldraorlof. Lára hefur nú skrifað ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar vegna málsins. Hún hefur hins vegar engin svör fengið og heldur ekki frétt af viðbrögðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×