Enski boltinn

City steinlá á heimavelli - Chelsea hikstaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Hughes gengur illa með City.
Mark Hughes gengur illa með City. Nordic Photos / Getty Images
Staða Mark Hughes sem knattspyrnustjóra Manchester City versnaði enn í dag er hans menn töpuðu 3-0 fyrir B-deildarliðinu Nottingham Forest á heimavelli.

Nathan Tyson og Robert Earnshaw komu Forest í 2-0 í fyrri hálfleik og Joe Garnar skoraði svo þriðja markið á 75. mínútu.

Robinho var ekki í leikmannahópi City í dag vegna meiðsla.

Þá gerði Chelsea 1-1 jafntefli við Chelsea gegn C-deildarliðinu Southend, einnig á heimavelli. Salomon Kalou kom Chelsea yfir á 31. mínútu en Peter Clarke skoraði jöfnunarmarkið í blálok leiksins.

Þetta þýðir að Southend fær dýrmætt tækifæri til að taka á móti einu stærsta liði Evrópu á sínum heimavelli.

City og Stoke voru einu úrvalsdeildarliðin sem féllu úr leik með því að tapa fyrir neðrideildarliði í dag en Bolton datt einnig úr leik eftir tap gegn Sunderland, 2-1.

Hull og Newcastle gerðu markalaust jafntefli, sem og Portsmouth og Bristol City. Þá gerði West Brom 1-1 jafntefli gegn Peterborough.

Arsenal vann 3-1 sigur á Plymouth. Robin van Persie skoraði tvívegis og þá gerði David Gray, leikmaður Plymouth, sjálfsmark. Karl Duguid skoraði mark Plymouth.

Everton vann Macclesfield, 1-0, með marki Leon Osman.

Fulham vann Sheffield Wednesday, 2-1. Andy Johnson skoraði tvívegis fyrir Fulham en Tommy Spurr mark Wednesday.

Þá vann Middlesbrough 2-1 sigur á utandeildarliði Barrow. Afonso Alves skoraði tvívegis en mark Barrow kom á 80. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×