Íslenski boltinn

Valskonur töpuðu stórt á Ítalíu í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Gísladóttir skoraði mark Vals á Ítalíu.
Hallbera Gísladóttir skoraði mark Vals á Ítalíu. Mynd/Anton
Kvennalið Vals tapaði 1-4 á móti ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í Meistaradeild UEFA kvenna en hann fór fram í Sassari á Ítalíu í dag. Hallbera Gísladóttir náði að minnka muninn í 3-1 á 68. mínútu en þær ítölsku bættu við marki í lokin.

Panico og Manieri komu Torres í 2-0 á síðustu fimm mínútum í fyrri hálfleik og Tona kom Ítölunum síðan í 3-0 á 68. mínútu. Hallbera Gísladóttir náði að svara strax á sömu mínútu og það hefði verið allt annað að fara með 3-1 tap á bakinu því þá hefði Valsliðnu nægt að vinna seinni leikinn 2-0. Stracchi skoraði hinsvegar fjórða mark Torres á 80. mínútu og þarf Valsliðið nú að vinna 3-0 til þess að komast áfram í næstu umferð.

Seinni leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum í næstu viku en í millitíðinni spila Valskonur úrslitaleik VISA-bikarsins á móti Breiðabliki á sunnudaginn. Það er því nóg að gera hjá Íslandsmeisturunum þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×