Enski boltinn

Dyer að snúa aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kieron Dyer, miðjumaður West Ham.
Kieron Dyer, miðjumaður West Ham.

Kieron Dyer, miðjumaður West Ham, gæti snúið aftur á morgun þegar Hamrarnir mæta Barnsley í FA bikarnum. Dyer hefur getað æft af krafti síðustu daga en hann fótbrotnaði í ágúst 2007.

Hann hefur aðeins leikið þrjá leiki fyrir West Ham síðan hann var keyptur á 6 milljónir punda frá Newcastle.

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, vann FA bikarinn tvisvar sem leikmaður Chelsea og vill nú endurtaka leikinn sem knattspyrnustjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á bikarkeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×