Sigmundur Davíð: Jóhanna veit ekki hvað felst í frumvarpinu Magnús Már Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2009 11:30 Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra á þingfundi. Mynd/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins sagði í umræðum á Alþingi í dag að forsætisráðherra hafi ekki hugmynd hvað felist í lagafrumvarpinu um Icesave samkomulagið. Forsætisráðherra vísaði þeim orðum á bug. Þá sagðist ráðherrann eiga von á því að svar myndi berast frá forsætisráðherrum Breta og Hollendinga vegna bréfs sem þeim var sent í lok ágúst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, beita sér fyrir lagasetningu sem fæli í sér meiri velferðarkjaraskerðingu en nokkur önnur í sögu landsins. „Það gerir ráðherrann án þess að er því í virðist að hafa hugmynd um hvað í lögunum felst. Aftur og aftur er forsætisráðherra staðinn af því að vita ekki hvað felst í frumvarpinu um Icesave samkomulagið þó að þar geti munað um hundruðum milljarða króna sem fela sér velferðarskerðingu fyrir íslensku þjóðina," sagði flokksformaðurinn. Sigmundur sagði að lítið hefði borið á því að málstað Íslendinga í deilunni hefði verið haldið á lofti. Þá spurði hann hver viðbrögð forsætisráðherra Breta og Hollendinga hefðu verið við bréfi Jóhönnu. Jóhanna vísaði orðum Sigmundar á bug um að hún hefði ekki kynnt sér innihald Icesave samninganna. „Þetta er nú búið að vera aðalmálið hjá þessari ríkisstjórn og þeir eru óteljandi fundirnir þar sem farið hefur verið yfir þessi mál í einstökum atriðum og ég held að það hafi verið haldið á því máli eins vel og kostur er." Þá sagðist Jóhanna eiga von á svörum frá starfsbræðrum sínum í Hollandi og Bretlandi. Slíkt taki tíma. „Ég vænti þess að ég fái þessi bréf. Ég var fyrst og fremst að skýra sjónarmið Íslands í þessum bréfum," sagði Jóhanna og benti á að bæði utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar landanna hefðu hist. Sigmundur sagði með ólíkindum að forsætisráðherra hafi ekki verið virtur viðlits af forsætisráðherrum Hollands og Bretlands í deilum ríkjanna og þrátt fyrir það hafi ráðherrann að auki beitt sér fyrir umræddar þjóðir. Jóhanna sagði mikilvægt að menn héldu sig við staðreyndir og fullyrti að Sigmundur hefði ítrekað farið með rangt mál eftir að hann settist á þing. „Hann var til dæmis að fara rangt mél með það að ég hefði haldið uppi málstað Hollendinga og Breta í þessari deilu. Þetta er auðvitað alrangt og ég mótmæli því að því sé haldið fram í þessum ræðustól," sagði Jóhanna. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins sagði í umræðum á Alþingi í dag að forsætisráðherra hafi ekki hugmynd hvað felist í lagafrumvarpinu um Icesave samkomulagið. Forsætisráðherra vísaði þeim orðum á bug. Þá sagðist ráðherrann eiga von á því að svar myndi berast frá forsætisráðherrum Breta og Hollendinga vegna bréfs sem þeim var sent í lok ágúst. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, beita sér fyrir lagasetningu sem fæli í sér meiri velferðarkjaraskerðingu en nokkur önnur í sögu landsins. „Það gerir ráðherrann án þess að er því í virðist að hafa hugmynd um hvað í lögunum felst. Aftur og aftur er forsætisráðherra staðinn af því að vita ekki hvað felst í frumvarpinu um Icesave samkomulagið þó að þar geti munað um hundruðum milljarða króna sem fela sér velferðarskerðingu fyrir íslensku þjóðina," sagði flokksformaðurinn. Sigmundur sagði að lítið hefði borið á því að málstað Íslendinga í deilunni hefði verið haldið á lofti. Þá spurði hann hver viðbrögð forsætisráðherra Breta og Hollendinga hefðu verið við bréfi Jóhönnu. Jóhanna vísaði orðum Sigmundar á bug um að hún hefði ekki kynnt sér innihald Icesave samninganna. „Þetta er nú búið að vera aðalmálið hjá þessari ríkisstjórn og þeir eru óteljandi fundirnir þar sem farið hefur verið yfir þessi mál í einstökum atriðum og ég held að það hafi verið haldið á því máli eins vel og kostur er." Þá sagðist Jóhanna eiga von á svörum frá starfsbræðrum sínum í Hollandi og Bretlandi. Slíkt taki tíma. „Ég vænti þess að ég fái þessi bréf. Ég var fyrst og fremst að skýra sjónarmið Íslands í þessum bréfum," sagði Jóhanna og benti á að bæði utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar landanna hefðu hist. Sigmundur sagði með ólíkindum að forsætisráðherra hafi ekki verið virtur viðlits af forsætisráðherrum Hollands og Bretlands í deilum ríkjanna og þrátt fyrir það hafi ráðherrann að auki beitt sér fyrir umræddar þjóðir. Jóhanna sagði mikilvægt að menn héldu sig við staðreyndir og fullyrti að Sigmundur hefði ítrekað farið með rangt mál eftir að hann settist á þing. „Hann var til dæmis að fara rangt mél með það að ég hefði haldið uppi málstað Hollendinga og Breta í þessari deilu. Þetta er auðvitað alrangt og ég mótmæli því að því sé haldið fram í þessum ræðustól," sagði Jóhanna.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira