Íslenski boltinn

Kristján hættur hjá Keflavík - Willum Þór tekinn við

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.

Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur en hann hefur stýrt liðinu í fimm ár. Willum Þór Þórsson var í kvöld ráðinn sem nýr þjálfari liðsins en hann skrifar undir tveggja ára samning.

„Við ákváðum bara eftir stjórnarfund að nýta okkur ákvæði í samningi Kristjáns til þess að segja samningi hans upp í október. Við þökkum honum bara fyrir góð störf.

Þetta gerðist mjög hratt og við höfum fengið Willum Þór til þess að þjálfa liðið. Hann skrifar undir tveggja ára samning," sagði Þorsteinn Magnússon, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×