Innlent

Engir enn sótt um aðlögun

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Úrskurð dómara þarf fyrir greiðslu­aðlögun.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Úrskurð dómara þarf fyrir greiðslu­aðlögun.

Enn hefur enginn sótt um greiðsluaðlögun til Héraðsdóms Reykjavíkur á grundvelli nýrra laga sem Alþingi samþykkti á þriðjudag. Eins og komið hefur fram telur dómsmálaráðuneytið að umsækjendur um greiðsluaðlögun byggða á þessum tilteknum lögum verði á bilinu 100 til 200.

Er það mat byggt á fjölda gjaldþrotaúrskurða hjá einstaklingum. Þess má geta að þótt slíkir úrskurðir hafi aðeins verið 198 talsins á árinu 2008 voru svokölluð árangurslaus fjárnám 26 falt fleiri eða alls 5.200. Dómsmálaráðuneytið segir mat sitt á væntanlegum fjölda umsækjenda óbreytt. Þessi lög ná til þeirra sem eru alls ófærir um að borga af fasteignalánum og er þeim skipaður umsjónarmaður. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×