Enski boltinn

Leiðindi lykillinn að velgengni Giggs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs í leiknum í gær.
Ryan Giggs í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs segir að lykillinn að velgengni hans sé að hann gerir lítið annað en að hanga heima hjá sér á milli leikja.

Giggs heldur upp á 36 ára afmæli sitt í dag en hann hefur átt frábæru gengi að fagna með Manchester United á leiktíðinni. Hann skoraði til að mynda eitt marka United í 4-1 sigri á Portsmouth í gær.

„Í eina tíð gat ég leyft mér að fara niður í bæ eftir æfingar þar sem ég gat farið í búðir eða hitt vini mína," sagði Giggs við enska fjölmiðla. „En ekki lengur. Nú þarf ég einn eða tvo daga til að jafna mig eftir leiki og fer ég því heim og slaka á fyrir framan sjónvarpið."

„Þetta er fremur leiðinlegt líf en þetta er það sem ég þarf að gera til að halda líkamanum í góðu standi," bætti Giggs við.

Giggs skoraði sitt 100. úrvalsdeildarmark á ferlinum í gær en hann hefur skorað á hverju einasta tímabili síðan að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×