Enski boltinn

Portsmouth að skoða Joey Barton

Barton var til sölu á tvær milljónir punda í sumar
Barton var til sölu á tvær milljónir punda í sumar NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Tony Adams stjóri Portsmouth hafi miklar mætur á miðjumanninum Joey Barton hjá Newcastle og íhugi jafnvel að gera í hann kauptilboð.

Adams vantar sárlega menn á miðjuna eftir að Lassana Diarra fór frá félaginu og Papa Bouba Diop lenti í langvarandi meiðslum.

Barton hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða á hné sem hafa haldið honum frá keppni síðan í nóvember, en hann ku vera að ná fullri heilsu á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×